Al-Tai í Sádí Arabíu horfir til þess að kaupa Adnan Januzaj kantmann Sevilla á næstu dögum.
Januzaj er 28 ára gamall kantmaður frá Belgíu sem varð að stjörnu mjög ungur, hann var þá á mála hjá Manchester United.
Januzaj var lánaður til Tyrklands á seinni hluta tímabils í fyrra en gæti nú farið í aurana til Sádí Arabíu.
Al-Tai er með þrjú stig eftir þrjá leiki á þessu tímabili í efstu deild í Sádí Arabíu.
Al-Tai er ekki eitt af stóru liðunum í Sádí Arabíu og er ekki með neinar stórstjörnur í sínum röðum.