Stuðningsmaður Aftureldingar vinnur 4 milljónir í getraunum.
Stuðningsmaður Aftureldingar gerði sér lítið fyrir og fékk 13 rétta á Enska getraunaseðilinn á laugardaginn.
Tipparinn keypti miðan fyrir 416 krónur og er 4,1 milljón krónum ríkari. Svo er bara spurning hvort þessi árangur tipparans verði leikmönnum Aftureldingar hvatning til að snúa gengi liðsins við og tryggja því sæti í Bestu deildinni að ári.