Tottenham vonast til þess að losna við nokkra af launaskrá áður en félagaskiptaglugginn lokar á fimmtudag. Ange Postecoglou þjálfari liðsins telur sig ekki hafa not fyrir þá.
Um er að ræða þá Eric Dier, Sergio Reguilon, Davinson Sanchez og Giovani Lo Celso sem allir eru til sölu.
Nýr þjálfari liðsins telur sig ekki hafanot fyrir þá en bæði Dier og fleiri hafa verið í stóru hlutverki hjá Tottenham undanfarin ár.
Tanguy Ndombele er einnig til sölu og segir í frétt Daily Mail að PSG sé að skoða það að kaupa hann.
Tottenham vonast til að fá Brennan Johnson sóknarmann Nottingham Forest í vikunni og þá gætu fleiri dottið inn ef vel tekst í að losa sig við menn.