Staða ÍBV í Bestu deild karla er slæm nú þegar sex umferðir eru eftir. Ein umferð er eftir af venjulegu móti og síðan hefst úrslitakeppnin.
ÍBV heimsótti HK í Kórnum í kvöld en Örvar Eggertsson skoraði eina mark fyrri hálfleiks, staðan 1-0 fyrir HK.
Hinn öflugi Anton Søjberg kom svo HK í 2-0 þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum.
Richard King minnkaði muninn fyrir ÍBV skömmu síðar. Það var svo í uppbótartíma sem Breki Ómarsson jafnaði, var komið á sjöttu mínútu uppbótartíma þegar ÍBV jafnaði.
ÍBV er í næst neðsta sæti deildarinnar, einu stigum frá öruggu sæti. ÍBV hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir leikinn í kvöld.
HK er í áttunda sæti deildarinnar og er í góðum málum með 25 stig.