Það er bjartsýni hjá Manchester City að landa Matheus Nunes leikmanni Wolves. Félagið lagði fram nýtt tilboð í gær.
Miðjumaðurinn var fyrst orðaður við City í síðustu viku en hann vill ólmur komast þangað.
Úlfarnir höfnuðu fyrsta tilboði City upp á 47 milljónir punda en nýtt tilboð er nálægt 52 milljónum punda.
City bindur vonir við að samningar náist á næstunni.
Nunes er 24 ára gamall en City hætti við kaup á Lucas Paqueta miðjumanni West Ham á dögunum. Er hann undir grun vegna brota á veðmálareglum.
Kevin de Bruyne er frá vegna meiðsla um langt skeið og sökum þess vill City styrkja miðsvæðið sitt.
Nunes kom til Wolves frá Sporting fyrir ári síðan en hann hefur leikið 11 A-landsleiki fyrir Portúgal.
Understand Manchester City are increasingly confident to get Matheus Nunes deal done very soon after new bid revealed yesterday, in excess of €60m 🔵🇵🇹
Negotiations entering final stages after the agreement reached with Matheus on personal terms days ago. pic.twitter.com/kJfIcggiYF
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 28, 2023