Jóhann Berg Guðmundsson nýtti tækifærið í dag er hann lék með Burnley gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.
Jóhann Berg kom inná sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks og var ekki lengi að leggja upp mark fyrir heimamenn.
Því miður var staðan 2-0 fyrir Villa á þeim tímapunkti og bætti liðið síðar við þriðja markinu.
Burnley tapaði þarna sínum öðrum leik í röð og ljóst að byrjun liðsins í úrvalsdeildinni er ansi erfið.
Landsliðsmaðurinn átti skalla innan teigs sem Lyle Foster nýtti sér og lagaði stöðuna fyrir heimamenn sem þó dugði ekki til að lokum.
LYLE FOSTER 🇿🇦(2000) HALVES THE DEFICIT WITH HIS FIRST PREMIER LEAGUE GOAL!!!pic.twitter.com/PnWUln6CKL
— Football Report (@FootballReprt) August 27, 2023