Það fer fram stórleikur í Bestu deild karla í kvöld er Breiðablik heimsækir Víking Reykjavík í lokaleik helgarinnar.
Breiðablik reyndi að fresta þessum leik en fékk höfnun frá KSÍ en liðið er í Evrópukeppni og á leik í næstu viku gegn FC Struga.
Það tók Blika langan tíma að mæta til leiks á Víkingsvelli og var byrjunarlið liðsins ekki birt fyrr en um 30 mínútum eftir að lið Víkings var birt.
Klukkan um 18:40 voru Blikar loksins mætti til leiks á Víkingsvelli en óhætt er að segja að liðið tefli fram vængbrotnu liði.
Flestir lykilmenn Breiðabliks og nánast allir fá hvíld í þessari viðureign enda er næsti leikur liðsins gegn FC Struga í Sambandsdeildinni á fimmtudag.
Blikar hafa fengið töluverða gagnrýni fyrir hegðun sína í kvöld og þá sérstaklega fyrir það að mæta svo seint til leiks og í raun láta engan vita.
Blikar alltaf stórir – aldrei litlir litlir!! 👀
— Hawk Football Artist (@hawk_attacks) August 27, 2023
Eigandi stærsta fótboltamiðils landsins að opinbera agenda sitt gegn Blikunum enn og aftur. Líklega sá þreyttasti í bransanum. https://t.co/fitkbIK1t7
— Eysteinn Þorri (@eysteinnth) August 27, 2023
Skil alveg að einn maður hagi sér eins og barn en heilt fótboltafélag? pic.twitter.com/5XV3e54Vs8
— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) August 27, 2023
Afríka United gerðu þetta líka oft á sínum tíma en mættu svo alltaf á endanum
— Einar Guðnason (@EinarGudna) August 27, 2023
Veit einhver bestu leiðina í Víkina fyrir 18 menn og fylgdarlið…? pic.twitter.com/jhm0Soe9d4
— Blikar.is / Íslandsmeistarar 2022 (@blikar_is) August 27, 2023
Verður live feed af þessari rútu sem mun púlla upp í Víkina? Sú upphitun.
— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) August 27, 2023
Litlu blikarnir. Sé þá ekki einu sinni pic.twitter.com/96bX2W2JSv
— Birkir Hrafn (@1BirkirHrafn) August 27, 2023
— Nikola Djuric (@NikolaDejan) August 27, 2023