Manchester United er búið að samþykkja það að Dean Henderson megi yfirgefa félagið í sumarglugganum.
Frá þessu greina margir miðlar en Henderson ku vera að krota undir hjá Crystal Palace.
Henderson er varamarkmaður Man Utd í dag en hann er orðinn vel þreyttur á að fá ekki tækifæri sem aðalmarkvörður.
Andre Onana var fenginn til Man Utd í sumar frá Inter Milan og tekur við því hlutverki af David de Gea.
Henderson verður líklega seldur til Palace en hann var lánaður til Nottingham Forest á síðustu leiktíð.