Það er alveg á hreinu að Sofyan Amrabat verður ekki leikmaður Fiorentina á þessari leiktíð.
Fiorentina spilar við Lecce í dag og var Amrabat var ekki valinn í leikmannahópinn og nokkuð ljóst að hann sé á förum.
Mörg lið eru að horfa til miðjumannsins sem var einn allra besti leikmaður HM í Katar undir lok síðasta árs en hann kemur frá Marokkó.
Liverpool, Manchester United og Barcelona hafa verið orðuð við Amrabat svo eitthvað sé nefnt en hann vill ekki halda ferli sínum áfram á Ítalíu.
Hvert Amrabat er að fara er óljóst en hann var ekki í 25 manna hóp Fiorentina fyrir leikinn í Serie A og þá ekki í leikmannahópnum fyrir leik gegn Rapid Wien í Sambandsdeildinni í vikunni.