Í nýrri heimildarmynd um lífshlaup Wayne Rooneys til þessa, tjáir eiginkona hans Coleen sig um mörg framhjáhöld hans í sambandi þeirra. Hún segir hegðun hans langt í frá ásættanlega en segist jafnframt hafa fyrirgefið honum.
Hjónin hittust fyrst þegar að þau voru unglingar og eiga nú að baki 13 ára hjónaband sem hefur oft ratað á forsíður blaðanna í Bretlandi.
Coleen hefur haldið tryggð við Wayne þrátt fyrir hin ýmsu vandamál hans með drykkju sem og fjölmörg framhjáhöld hans.
,,Lífið heldur áfram og ég held áfram. Hegðunin er ekki ásættanlegt en ég tel mig samt geta fyrirgefið honum. Það er alls ekki ásættanlegt hvað hann hefur gert en þetta gerðist og það var á öðru tímabili í lífi okkar. Nú höfum við sagt skilið við þann kafla,“ sagði Coleen Rooney í nýrri heimildarmynd um eiginmann sinn Wayne Rooney.
Hún segir það í raun ótrúlegt að þau séu enn saman miðað við allt.
,,Við erum heppinn með að við bjuggum bæði yfir styrknum og gátum reitt okkur á stuðning hvers annars og fólksins í kringum okkur til þess að halda áfram saman. Það er eitthvað sem við höfum þurft að leggja mikla vinnu í. Ég stæði ekki hér ef ég hefði ekki fyrirgefið honum,“ sagði Coleen.
Coleen staðfesti það einnig í myndinni að Wayne mætti ekki fá sér í glas án þess að fylgst væri með honum. Það er alltaf einstaklingur sem hann getur treyst í kringum hann þegar að hann fær sér í glas til þess að passa upp á það að hann geri ekki skandala.
Wayne komst síðast á forsíður blaðanna í júlí á síðasta ári eftir að myndir af honum sofandi á hótelherbergi með tveimur stelpum fóru í dreifingu.
Ný heimildarmynd um lífshlaup Wayne Rooney til þessa var frumsýnd nýlega en hún er ðgengileg á streymisveitu Amazon Prime.