Chelsea er með demant í sínum röðum ef þú spyrð Mauricio Pochettino, stjóra liðsins, en leikmaðurinn umtalaði er Nicoals Jackson.
Jackson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Chelsea á föstudag er liðið vann Luton sannfærandi 3-0.
Jackson kom til Chelsea frá Villarreal í sumar og er Pochettino afskaplega hrifinn af þessum 22 ára gamla strák.
,,Við vissum af gæðum Nicolas Jackson þegar við keyptum hann, við höfum séð þetta áður,“ sagði Pochettino.
,,Þetta snýst ekki bara um hlaupin hans og hvernig hann pressar á andstæðinginn en einnig hvernig hann klárar færin.“
,,Það er bara tímaspursmál hvenær hann aðlagast ensku úrvalsdeildinni og sannar það fyrir öllum. Ég efast ekki um það að hann geti orðið einn besti framherji í sögu deildarinnar.“