Bournemouth 0 – 2 Tottenham
0-1 James Maddison(’17)
0-2 Dejan Kulusevski(’63)
James Maddison byrjar mjög vel með sínu nýja félagsliði, Tottenham, eftir að hafa komið til félagsins í sumar.
Maddison var áður einn allra mikilvægasti ef ekki mikilvægasti leikmaður Leicester sem féll úr úrvalsdeildinni.
Englendingurinn komst á blað í dag er Tottenham heimsótti Bournemouth en um var að ræða þægilegan sigur.
Tottenham vann viðureignina 2-0 þar sem Maddison og Dejan Kulusevski sáu um að skora mörkin.
Þetta var annar sigur Tottenham í deildinni og er liðið komið á toppinn með sjö stig allavega tímabundið.