Manchester City þarf að borga 70 milljónir punda fyrir Eberechi Eze ef hann á að ganga í raðir liðsins í sumar.
The Evening Standard greinir frá því að Crystal Palace hafi engan áhuga á að selja þennan öfluga leikmann í glugganum.
Man City reyndi við miðjumann West Ham fyrr í glugganum, Lucas Paqueta, en hætti við eftir ákæru um veðmálabrot.
Eze er einn allra mikilvægasti leikmaður Palace og vill félagið fá allavega 70 milljónir punda sem er engin smá upphæð.
Ólíklegt er að Englandsmeistararnir borgi þá upphæð fyrir Eze sem á tvö ár eftir af samningi sínum í London.