Jurgen Klopp, stjóri Liverpool segir frá því að öllum tilboðum í Mo Salah verði hafnað og kappinn sé ekki til sölu. Liverpool lét alla helstu blaðamenn Englands vita af því í gær að Mohamed Salah sé ekki til sölu í sumar í ljósi frétta af áhuga Al Ittihad í Sádí Arabíu.
Al Ittihad er sagt vera búið að bjóða Salah að verða launahæsti leikmaður í heimi, þéna meira en Cristiano Ronaldo.
Í fréttum í gær kom það fram að Salah væri að skoða tilboðið og væri mögulega spenntur fyrir því.
„Það er ekkert tilboð komið í Mo Salah, hann er lykilmaður í öllu sem við gerum,“ segir Klopp.
„Ef það kæmi eitthvað tilboð þá yrði því hafnað, Mo er 100 prósent einbeittur á Liverpool og þetta er ekkert til að tala um.“
Klopp on Salah and Al Ittihad: “We don’t have an offer — Mo Salah is a Liverpool player and for all the things we do is essential”. 🚨🔴 #LFC
“If there would be something, answer would be NO”.
“Mo is 100% committed to Liverpool. Nothing to talk about”. pic.twitter.com/LHpSTShNn3
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 25, 2023