Ítalski knattspyrnustjórinn Roberto Mancini er sagður hafa gert samkomulag við sádiarabíska knattspyrnusambandið um að taka við karlalandsliðinu þar í landi.
Mancini hætti sem landsliðsþjálfari Ítalíu fyrr í þessum mánuði en gæti strax verið búinn að landa nýju starfi.
Talið er að hann hafi gert þriggja ára samning við Sáda.
Sádar stefna á mikinn uppgang í knattspyrnunni á næstu árum, eins og sést með þeim leikmönnum sem hafa komið í deildina í sumar.
Þeir eru greinilega stórhuga þegar kemur að landsliði sínu líka.
Mancini á farsælan stjóraferil að baki með liðum á borð við Manchester City og Inter, auk ítalska landsliðsins.