fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Mancini sagður hafa samið í Sádi-Arabíu

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 24. ágúst 2023 09:00

Roberto Mancini / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalski knattspyrnustjórinn Roberto Mancini er sagður hafa gert samkomulag við sádiarabíska knattspyrnusambandið um að taka við karlalandsliðinu þar í landi.

Mancini hætti sem landsliðsþjálfari Ítalíu fyrr í þessum mánuði en gæti strax verið búinn að landa nýju starfi.

Talið er að hann hafi gert þriggja ára samning við Sáda.

Sádar stefna á mikinn uppgang í knattspyrnunni á næstu árum, eins og sést með þeim leikmönnum sem hafa komið í deildina í sumar.

Þeir eru greinilega stórhuga þegar kemur að landsliði sínu líka.

Mancini á farsælan stjóraferil að baki með liðum á borð við Manchester City og Inter, auk ítalska landsliðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina