Gabriel Jesus er snúinn aftur til æfinga hjá Arsenal á undan áætlun.
Kappinn hefur misst af fyrstu leikjum Arsenal á leiktíðinni eftir að hafa gengist undir minniháttar aðgerð á hné. Um er að ræða sömu meiðsli og héldu Jesus frá stóran hluta síðustu leiktíðar.
Nú er Jesus hins vegar snúinn aftur til æfinga og má búast við honum á vellinum á næstunni.
Arsenal mætir Fulham í næsta leik á laugardag.
🚨 Gabriel Jesus is training
Arsenal squad preparing ahead of their weekend match against Fulham 🔴 pic.twitter.com/g7JUWFfJRa
— Football Daily (@footballdaily) August 24, 2023