Manchester United tapaði illa gegn Burnley í æfingaleik fyrir luktum dyrum í gær.
Flestar af stærstu stjörnum United voru ekki með í leiknum en þó spiluðu menn á borð við Scott McTominay, Anthony Martial, Donny Van de Beek og Facundo Pellistri.
Leiknum lauk 3-0 fyrir Burnely.
Byrjun United á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni hefur alls ekki verið heillandi. Liðið vann afar ósannfærandi 1-0 sigur á Wolves í síðasta leik og tapaði svo gegn Tottenham í síðustu umferð.
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley byrjuðu á tapi gegn Englandsmeisturum Manchester City en spiluðu hins vegar ekki í síðustu umferð þar sem útileik liðsins gegn Luton var frestað. Heimavöllur Luton er ekki klár fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni.