fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Burnley valtaði yfir Manchester United

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 24. ágúst 2023 07:11

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United tapaði illa gegn Burnley í æfingaleik fyrir luktum dyrum í gær.

Flestar af stærstu stjörnum United voru ekki með í leiknum en þó spiluðu menn á borð við Scott McTominay, Anthony Martial, Donny Van de Beek og Facundo Pellistri.

Leiknum lauk 3-0 fyrir Burnely.

Byrjun United á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni hefur alls ekki verið heillandi. Liðið vann afar ósannfærandi 1-0 sigur á Wolves í síðasta leik og tapaði svo gegn Tottenham í síðustu umferð.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley byrjuðu á tapi gegn Englandsmeisturum Manchester City en spiluðu hins vegar ekki í síðustu umferð þar sem útileik liðsins gegn Luton var frestað. Heimavöllur Luton er ekki klár fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sturlun í Sunderland í gærkvöldi – Sjáðu hvað gerðist

Sturlun í Sunderland í gærkvöldi – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni