Ivo Braz, leikmaður Aftureldingar, var valinn leikmaður 18. umferðarinnar í Lengjudeild karla í Lengjudeildarmörkunum hér á 433.is.
Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur Lengjudeildarmarkanna, velur leikmann umferðarinnar í lok hvers þáttar.
Braz, sem gekk í raðir Aftureldingar frá Ægi á dögunum var valinn í þetta sinn en hann skoraði og lagði upp í afar mikilvægum 1-2 sigri Aftureldingar á Njarðvík. Með sigrinum steig liðið skrefi nær sæti í Bestu deild að ári.
Valið á leikmanni umferðarinnar er í boði Slippfélagsins.