Aymeric Laporte er búinn að klára læknisskoðun hjá Al Nassr og er hann að ganga í raðir félagsins.
Hinn 29 ára gamli Laporte kemur til sádiarabíska félagsins frá Manchester City. Hann hefur verið þar síðan 2018 en hlutverk hans á síðustu leiktíð var ekki stórt og vildi hann leita annað í sumar.
Al Nassr, sem er með menn á borð við Cristiano Ronaldo og Sadio Mane innanborðs, greiðir City 23,5 milljónir punda fyrir Laporte.
Miðvörðurinn fór í læknisskoðun í Dúbaí í dag og mun hann nú fljúga til Riyadh og ganga endanlega til liðs við Al Nassr.
Aymeric Laporte has completed medical tests as new Al Nassr player today in Dubai. 🟡🔵🇸🇦 #AlNassr
Laporte will now travel to Riyadh, flight ready — three year deal approved, it’s all signed and sealed.
Here we go, confirmed. pic.twitter.com/JHUgK7Q72o
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 23, 2023