Samkvæmt því The Athletic reyndi Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hvað hann gat til þess að fá Moises Caicedo til félagsins frá Brighton.
Brighton samþykkt 111 milljóna punda tilboð Liverpool í Caicedo en leikmaður hafnaði því að fara til Liverpool og vildi aðeins fara til Chelsea.
Athletic segir að Jurgen Klopp hafi sent mörg sms skilaboð til Caicedo og útskýr fyrir honum hversu mikið félagið vildi fá hann.
Caicedo svaraði að lokum og tjáði Klopp það að hann vildi ekki koma á Anfield, hugur hans væri hjá Chelsea og þangað vildi hann fara.
Chelsea lagði svo fram tilboð til Brighton sem var samþykkt og Caicedo gekk í raðir Chelsea fyrir 115 milljónir punda nokkrum dögum síðar.
Caicedo lék sinn fyrsta leik fyrir Chelsea um liðna helgi og kom þar við sögu í tapi gegn West Ham.