Enska úrvalsdeildin er enn þá í sérflokki þegar kemur að eyðslu í leikmenn það sem af er sumri.
Félög í deildinni hafa eytt 2,19 milljörðum evra en sádiarabíska deildin kemur þar á eftir með 775 milljónir evra. Fjöldi stjarna hefur auðvitað elt seðilinn þangað í sumar.
Kunnuglegar deildir eins og Serie A á Ítalíu, Ligue 1 í Frakklandi, Bundesliga í Þýskalandi og Laliga á Spáni raða sér í næstu sæti þar á eftir.
Athygli vekur að enska B-deildin er einnig á listanum.
Listinn í heild er hér að neðan.