Það ætlar að taka sinn tíma fyrir Barcelona og Manchester City að ganga frá skiptum Joao Cancelo til síðarnefnda félagsins.
Cancelo er á leið til Barcelona á láni frá City. Spænska félagið mun svo hafa kaupmöguleika næsta sumar.
Þó svo að skiptin taki sinn tíma er engin hætta á að ekki verði af þeim og samkvæmt nýjustu fréttum gætu þau klárast fyrir helgi. Aðeins á eftir að ganga frá smáatriðum.
Cancelo var á láni hjá Bayern Munchen seinni hluta síðustu leiktíðar, en hann og Pep Guardiola stjóri City eiga ekki skap saman.
ℹ️ João #Cancelo: Been told that his loan move to @FCBarcelona could be finalized at the end of this week! As all parties involved have almost agreed the deal. Last details to be clarified between the clubs now.
➡️ It’s a one-year-loan with an option to buy
➡️ Medical not yet… pic.twitter.com/tQ4tCb1LZ0— Florian Plettenberg (@Plettigoal) August 23, 2023