Dómararnir Bríet Bragadóttir og Rúna Kristín Stefánsdóttir munu næstkomandi laugardag dæma leik í efstu deild kvenna í danmörku.
Þetta kemur fram á vef KSÍ.
Leikurinn er á milli FC Nordsjælland og Fortuna Hjørring og er verkefnið liður í Norrænu dómaraskiptunum.
Bríet verður dómari í leiknum og Rúna aðstoðardómari.