Chris Sutton fyrrum framherji í ensku úrvalsdeildinni segir að Manchester United hafi gert stór mistök þegar ákveðið var að Bruno Fernandes yrði fyrirliði liðsins.
Fernandes var gerður að fyrirliða í sumar en það var ákvörðun Erik ten Hag, stjóra liðsins að svipta Harry Maguire bandinu og gera Bruno að fyrirliða.
„Fernandes á ekki að vera fyrirliði Manchester United, alls ekki,“ segir Sutton.
„Hann er bara enginn leiðtogi, það er mín útskýring,“ segir Sutton og segir Fernandes að hætta að kenna dómurum um ófarir United.
„Þetta snýst um að taka ábyrgð þegar þú ert fyrirliði, Manchester United hefur litið út eins og lið í æfingaleikjum í upphafi móts. Hann þarf að vera leiðtogi og ekki kenna dómurum um það.“