Greenwood hefur ekki æft eða spilað með United í átján mánuði eftir að unnusta hans sakaði hann um nauðgun og ofbeldi í nánu sambandi.
Málið var fellt niður fyrr á þessu ári og hefur Manchester United síðan skoðað málið hjá sér.
Nú er niðurstaða komin í málið og telur félagið heppilegst að Greenwood haldi knattspyrnuferli sínum áfram annars staðar en hjá United.
United liggur á að losa sig við hann annað því félagaskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin. Takist það ekki gæti félagið þurft að borga upp samning hann sem rennur ekki út fyrr en 2025.
Þó er einn möguleiki leikmannsins að fara til Sádi-Arabíu. Þar lokar glugginn 20. september svo það liggur ekki eins mikið á. Al Ettifaq, með Steven Gerrard og Jordan Henderson innanborðs, hefur áhuga á Greenwood og er sagt íhuga að bjóða honum 10 milljónir punda í laun á ári. Fleiri félög í Sádí hafa einnig áhuga.
Þá er Jose Mourinho, stjóri Roma, opinn fyrir því að fá Greenwood til sín. Á hann að hafa hringt í hann fyrr í sumar með hugsanleg skipti í huga. Það kemur því til greina.
United hefur einnig verið í sambandi við önnur ítölsk félög, Juventus, AC Milan og Inter, um Greenwood.
Loks kemur Galatasaray í Tyrklandi til greina sem næsti áfangastaður Greenwood sem stendur.