Sádiarabíska félagið Al Ahli er nú á eftir Rodrigo de Paul, miðjumanni Atletico Madrid.
Viðræður á milli félaganna standa nú yfir og hefur Al Ahli lagt fram 32 milljóna evra tilboð.
Hinn 29 ára gamli De Paul er lykilmaður á miðju Atletico og argentíska landsliðsins. Peningarnir í Sádí gætu hins vegar heillað hann.
Al Ahli hafði átt í viðræðum við Napoli um miðjumanninn Piotr Zielinski en ekkert varð af skiptum Pólverjans. Því sneri félagið sér að De Paul.
Eins og mörg önnur félög í Sádi-Arabíu hefur Al Ahli bætt vel við sig í sumar og er með menn á borð við Roberto Firmino, Riyad Mahrez og Allan Saint-Maximin innanborðs.
Understand Al Ahli have opened talks to sign Rodrigo de Paul. He's the main target after Piotr Zielinski deal collapsed, deal on 🟢🇸🇦 #AlAhli
Negotiations with Atlético Madrid are not easy but Al Ahli are really trying. pic.twitter.com/hoYGAbOl2z
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 21, 2023