fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Geir birtir beittan pistil í kjölfar fjaðrafoks í kringum Blika og Víkinga í dag – „Halló, er einhver að hlusta?“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 21. ágúst 2023 16:44

Geir Þorsteinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikur Víkings og Breiðabliks í Bestu deild karla verður færður fram um sólarhring en ekki inn í landsleikjahléið eins og Blikar hefðu viljað í ljósi Evrópuverkefnis. Kópavogsliðið segir Víking hafa hafnað því að færa leikinn frekar.

Í samtali við Fótbolta.net sagði Karl Daníel Magnússon, deildarstjóri afreksstarfs knattspyrnudeildar hjá Breiðabliki, að Víkingur hafi ekki viljað færa leikinn inn í landsleikjahléið snemma í næsta mánuði. Leikurinn verður hins vegar spilaður næstkomandi sunnudag frekar en mánudag.

„Leikurinn verður spilaður á sunnudeginum, Víkingur neitaði að spila í landsleikjahléinu og við þurftum bara að keyra á þetta. Það er betra að spila á sunnudaginn, þá fáum við aukadag fyrir seinni leikinn. Við hefðum viljað spila leikinn í landsleikjahléinu eða inni í úrslitakeppninni en það var ekki möguleiki,“ sagði Karl.

Fótbolti.net ræddi einnig við Harald V. Haraldsson, framkvæmdastjóra Víkings, en hann segir enga formlega beiðni hafa borist frá Breiðabliki.

„En ég og Eysteinn (framkvæmdastjóri Breiðabliks) ræddum saman okkar á milli og þar kom fram að við gætum ekki spilað inni í landsleikjahléi, við værum að keppa um titilinn, værum með færeyskan landsliðsmann, U21 landsliðsmenn og spurning með Aron [og A-landsliðið].

Við getum ekki fært leiki ef við vitum ekki hvað við erum með marga landsliðsmenn, það á eftir að velja hópana, segir sig bara sjálft,“ sagði Haraldur.

Breiðablik mætir Struga frá Norður-Makedóníu ytra í fyrri leik liðanna í umspilinu um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudag. Miðað við nýjustu fréttir mætir liðið þá Víkingi á sunnudag og spilar svo seinni leikinn við Struga hér heima fjórum dögum síðar.

Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ og núverandi framkvæmdastjóri Leiknis, hefur ritað pistil vegna málsins.

„Halló, er einhver að hlusta?

Þær fréttir berast að Víkingur hafi hafnað beiðni Breiðabliks um frestun á leik þeirra í Bestudeildinni um næstu helgi. Breiðablik á tækifæri á að verða fyrst íslenskra félagsliða til að komast í riðlakeppni í Evrópu. Eftir allt það álag sem hefur verið á Breiðablik sl. vikur er það skylda allra sem vettlingi geta valdið að liðsinna Breiðablik í þessu máli, líka Víkings sem vonandi verður í sömu stöðu að ári. Forystufólk í íslenskri knattspyrnu, KSÍ og ÍTF verða að taka hlutverk sitt alvarlega og sjá til þess að leiknum verði frestað. Það mun gagnast Breiðablik og íslenskri knattspyrnu,“ skrifar Geir.

Töluverður rígur hefur skapast á milli Breiðabliks og Víkings undanfarið en eins og flestir muna var allt á suðupunkti undir lok fyrri leiks liðanna á Kópavogsvelli í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur