Ben Foster hefur lagt hanskana á hilluna eftir fjóra leiki á tímabilinu með Wrexham í fjórðu efstu deild.
Foster fékk á sig fimm mörk í 5-5 jafntefli gegn Swindon um helgina.
„Frammistaða mín á þessu tímabili hefur ekki verið nógu góð, það er komið að því að hætta,“ segir Foster.
Foster var hættur en snéri til baka hjá Wrexham og hjálpaði liðinu að komast upp úr utandeildinni en hefur nú ákveðið að hætta.
„Ég er bara að taka þessa ákvörðun með hagsmuni félagsins, félagið getur látið til skara skríða nú þegar markaðurinn er opinn.“
„Wrexham mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu.“