Wilfried Zaha hefur svo sannarlega þénað vel á sínum ferli sem knattspyrnumaður en hann er í dag í Tyrklandi.
Zaha var lengi einn besti vængmaður ensku úrvalsdeildarinnar og lék þá með Crystal Palace.
Hann hélt til Tyrklands í sumar og skrifaði undir hjá Galatasaray þrítugur að aldri.
Samtals hefur Zaha þénað 50 milljónir punda á sínum ferli eða 8,5 milljarða króna sem er engin smá upphæð.
Zaha hefur ákveðið að nota hluta af peningnum til að kaupa knattspyrnufélagið Espor Club D’Abongerou í heimalandinu, Fílabeinsströndinni.
Zaha verður eigandi félagsins ásamt bróður sínum en hann er landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar og spilaði sinn fyrsta leik 2017.
Bróðir hans, Carin, mun sjá um mikið af hlutum á bakvið tjöldin en Zaha verður upptekinn í vetur með sínu félagsliði.