Enskir miðlar eru mikið að fjalla um ungstirnið Ethan Nwaneri þessa dagana en hann er aðeins 16 ára gamall.
Nwaneri er gríðarlega efnilegur en hann leikur með Arsenal og er yngsti leikmaður til að spila fyrir aðallið félagsins.
Honum er líkt við Phil Foden, leikmann Manchester City, og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér á velli.
Nú er talað um að Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sé með ákveðinn hausverk fyrir leik gegn Crystal Palace á mánudaginn.
Nwaneri gæti gert tilkall til að komast í lið Arsenal fyrir þann leik eftir þrennu með U21 liðinu á föstudaginn.
Nwaneri varð yngsti leikmaður til að spila fyrir aðallið Arsenal í sögunni í fyrra er hann lék aðeins 15 ára gamall.