fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Draumurinn breyttist fljótlega í martröð eftir endalausar lygar: Varð gjaldþrota og bjó á götunni – ,,Hann hélt peningunum en stóð ekki við sitt“

433
Sunnudaginn 20. ágúst 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Lian Belem hefur tjáð sig um skelfilega upplifun sem hann gekk í gegnum er hann var aðeins 18 ára gamall.

Belem var 18 ára og gekk í raðir US Albaronco á Ítalíu árið 2020 en hann var fenginn þangað af umboðsmanninum Thyago Rodrigo de Souza.

Thyago lofaði Lian öllu fögru ef hann myndi skrifa undir hjá Albaronco sem varð til þess að leikmaðurinn krotaði undir.

Thyago sagði Lian að hann myndi sjá um allan kostnað þegar kæmi að húsnæði og mat en vildi fá fjögur þúsund evrur til redda ríkisborgararétt á Ítalíu fyrir leikmanninn sem er frá Suður Ameríku.

Umboðsmaðurinn var síðar ákærður fyrir smyggl og sölu á eyturlyfjum en hann fór illa með marga unga drengi í sömu stöðu og Lian.

,,Thyago tjáði mér að skiptin til Albaronco myndu koma ferlinum mínum af stað í Evrópu. Ímyndaðu þér að vera ungur leikmaður frá Suður Ameríku og umboðsmaðurinn segir þér að hann ætli að hjálpa þér að verða næsti Neymar,“ sagði Lian.

,,Það var ómögulegt að segja nei, sérstaklega þegar ég var að leggja mitt allt í sölurnar til að komast á framfæri.“

,,Hann talaði mikið og hljómaði eins og einhver sem væri að lofa upp í ermina á sér. Á þessum tíma taldi ég mig sjálfan vera að ofhugsa þetta því frændi minn var einnig á mála hjá Thyago og hvatti mig áfram.“

,,Thyago sagði við mig að jafnvel stærri félög gætu reynt að fá mig og að Albaronco væri bara byrjunin. Vikurnar liðu og draumurinn breyttist fljótt í martröð.“

Lian varð gjaldþrota eftir að hafa borgað Thyago fjögur þúsund evrur og þurfti að búa á götunni í viku. Hann hafði áður búið í húsi ásamt fjórum öðrum leikmönnum Albaronco sem féllu fyrir því sama.

,,Hann rukkaði okkur um fjögur þúsund evrur til að klára ríkisborgararéttinn. Hann hélt peningunum en stóð ekki við sitt.“

,,Ég varð gjaldþrota og þurfti að búa á götunni í heila viku. Ég sturtaði mig á almannafæri og svaf úti á meðan ég reyndi að safna peningunum aftur.“

,,Síðar meir þá reyndi ég að flytja aftur í húsið en það var ekkert pláss fyrir mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“