Víkingur Reykjavík er nú með 11 stiga forskot í Bestu deild karla eftir stórleikinn við Val sem fór fram í kvöld.
Um er að ræða efstu tvö lið deildarinnar en ljóst er að Víkingar eru nú með níu fingur á titlinum.
Sigurinn var gríðarlega sannfærandi en Víkingur skoraði fjögur mörk gegn engu frá heimamönnum.
Breiðablik er fjórum stigum frá Val í þriðja sæti eftir 2-1 sigur á Keflavík þar sem Ágúst Eðvald Hlynsson gerði tvennu.
Dramatíkin var mikil í Kórnum þar sem HK og FH mættust en Gyrðir Hrafn Guðbrandsson tryggði Hafnfirðingum stig undir lokin.
Fram vann þá KA 2-1 heima og Fylkir gerði góða ferð til Eyja og vann ÍBV, 2-1.
Valur 0 – 4 Víkingur R.
0-1 Nikolaj Hansen (‘3)
0-2 Birnir Snær Ingason (’27)
0-3 Logi Tómasson (’65)
0-4 Danijel Dejan Djuric (’75)
HK 2 – 2 FH
0-1 Davíð Snær Jóhannsson (’13)
1-1 Anton Sojberg (’63)
2-1 Anton Sojberg (’87)
2-2 Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (’90)
Breiðablik 2 – 1 Keflavík
1-0 Ágúst Eðvald Hlynsson (’30)
1-1 Stefan Ljubicic (’33)
2-1 Ágúst Eðvald Hlynsson (’66)
Fram 2 – 1 KA
1-0 Fred Saraiva (’23)
1-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson (’64 , víti)
2-1 Aron Jóhannsson (’90)
ÍBV 0 – 1 Fylkir
0-1 Orri Sveinn Stefánsson (’85)