Valur er í virkilega góðri stöðu eftir leik gegn Tindastól í Bestu deild kvenna í dag og er örugglega á toppi deildarinnar.
Valur er með fimm stiga forystu en liðið hafði betur sannfærandi 3-0 gegn Tindastól í 17. umferð.
Breiðablik er í öðru sæti nú fimm stigum á eftir Val en liðið gerði óvænt jafntefli við ÍBV á Kópavogsvelli.
Selfoss er á leiðinni niður í Lengjudeildina eftir 2-1 tap gegn Þór/KA en liðið er sex stigum frá næsta liði.
Hér má sjá úrslit dagsins.
Breiðablik 0 – 0 ÍBV
Selfoss 1 – 2 Þór/KA
0-1 Margrét Árnadóttir
1-1 Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
1-2 Hulda Ósk Jónsdóttir
FH 1 – 2 Stjarnan
0-1 Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
Keflavík 1 – 0 Þróttur R.
1-0 Madison Wolfbauer
Tindastóll 0 – 3 Valur
0-1 Amanda Jacobsen Andradóttir
0-2 Arna Sif Ásgrímsdóttir
0-3 Ásdís Karen Halldórsdóttir