Stuart Pearce, fyrrum stjóri og leikmaður Manchester City, telur að Newcastle muni vinna ensku úrvalsdeildina á þessu tímabili.
Það er heldur betur óvænt spá en Newcastle náði Meistaradeildarsæti á síðustu leiktíð sem kom mörgum á óvart.
Pearce telur að liðið fari enn lengra á þessari leiktíð og hafi betur gegn sínum gömlu félögum í Man City sem varð meistari fyrr á þessu ári.
,,Ef ég á að vera hreinskilinn þá held ég að þeir vinni deildina á þessu ári – ég ætla að fara svo langt,“ sagði Pearce.
,,Miðað við hvað þeir hafa gert á markaðnum og í hvaða átt þeir stefna og bara hvernig hlutirnir eru hjá Newcastle.“
,,Ég kom tvisvar þangað á síðasta ári og stemningin er gríðarleg. Ef allir eru heilir og ef þeir ná góðu róli þá held ég að þeir vinni deildina.“