fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Fjalla um tíma Rúnars í London og spara ekki stóru orðin: Vont kvöld varð ennþá verra – ,,Hörmuleg frammistaða“

433
Laugardaginn 19. ágúst 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enski miðillinn Sun fer ekki beint fögrum orðum um íslenska landsliðsmarkmanninn Rúnar Alex Rúnarsson.

Sun fjallar um skipti Rúnars til Cardiff en hann skrifaði undir samning við welska félagið í gær.

Rúnar er landsliðsmarkvörður Íslands og er öflugur á milli stanganna en hann lék alls sex leiki fyrir Arsenal á sínum tíma.

Rúnar fékk að spila leiki í Evrópudeildinni með Arsenal til að byrja með og lék einnig gegn Manchester City í deildabikarnum 2020.

Þar gerði Rúnar slæm mistök í marki Arsenal en hann fór síðar til Tyrklands, Belgíu og nú Wales á láni.

,,Arsenal stuðningsmenn muna eftir honum fyrir hörmulega frammistöðu gegn Manchester City í deildabikarnum í desember 2020,“ kemur fram í the Sun.

,,City skoraði eftir aðeins 125 sekúndur þegar Rúnarsson kýldi loftið frekar en boltann sem leyfði Gabriel Jesus að skora.“

,,Kvöldið varð miklu verra þegar hann kýldi aukaspyrnu Riyad Mahrez í sitt eigið net. Hann var ekki heillandi í næstu tveimur mörkum heldur þar sem City vann sannfærandi 4-1 sigur.“

Rúnar átti ekki sinn besta leik það kvöld en enski miðillinn sparar ekki stóru orðin og má gagnrýnin teljast nokkuð hörð enda var Íslendingurinn að reyna fyrir sér fyrir eitt stærsta félag Englands og fékk lítinn tíma til að aðlagast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“