Arsenal mun ekki fá til sín bakvörðinn Joao Cancelo í sumarglugganum ef marka má Fabrizio Romano.
Romano greinir frá því að Cancelo sé á leið til Spánar og mun spila með Barcelona á þessu tímabili.
Cancelo er leikmaður Manchester City en virðist ekki eiga framtíð fyrir sér þar og var lánaður til Bayern Munchen síðasta vetur.
Barcelona mun einnig fá Cancelo lánaðan út tímabilið en um er að ræða gríðarlega öflugan kost í vörninni.
Það er aðeins tímaspursmál hvenær Cancelo semur við Barcelona að sögn Romano sem þýðir að skiptin séu að ganga í gegn.