Sheikh Jassim Bin Hamad Al Thani frá Katar sem reynt hefur að kaupa Manchester United síðustu mánuði er farinn að óttast að félagið verði ekki selt.
Sheik Jassim og Sir Jim Ratcliffe hafa boðið í félagið síðustu sjö mánuði en heyra nú lítið frá Glazer fjölskyldunni.
Söluferlið virðist ekki ganga vel og óttast Sheik Jassim að Glazer fjölskyldan sé hætt við að selja.
Flestir stuðningsmenn United vilja losna við Glazer fjölskylduna sem hefur ekki tekist að halda United á meðal þeirra bestu í heimi.
Glazer fjölskyldan hefur svo skuldsett United sem er ekki vinsælt á meðal stuðningsmanna félagsins.