Al Ittihad í Sádí Arabíu hefur verið að reyna að sannfæra Raphael Varane varnarmann Manchester United síðustu daga um að koma til félagsins.
Al Ittihad er eitt af stórliðunum í Sádí en félagið keypti Karim Benzema í sumar og þá er N´Golo Kante hjá félaginu.
Samkvæmt fréttum í Frakklandi hefur Varane hins vegar látið Sádana vita að hann vilji ekki yfirgefa Manchester United. Hann vill taka eit ár í viðbót í Evrópu, hið minnsta.
Varane er á leið inn í sitt í þriðja tímabil hjá United en franski varnarmaðurinn gæti hækkað laun sín hressilega með því að fara til Sádí.
Fjöldi knattspyrnumanna heldur nú til Sádí Arabíu en launin þar eru miklu hærri en gengur og gerist í Evrópu.
🚨 Saudi Arabian side Al Ittihad have contacted Raphael Varane’s representatives. He is not interested. [@SportsZone__, @GFFN] #mufc pic.twitter.com/UcCvoashKF
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) August 18, 2023