Hakim Ziyech er að ganga í raðir Galatasaray frá Chelsea.
Marakkóinn er ekki í framtíðarplönum Chelsea en hann var næstum farinn frá félaginu í janúar til Paris Saint-Germain og aftur í sumar til Al-Nassr. Hann komst hins vegar ekki í gegnum læknisskoðun vegna hnémeiðsla.
Ziyech er hins vegar búinn að gangast undir læknisskoðun hjá Galatasaray.
Hann flýgur til Tyrklands í kvöld og má búast við því að hann verði kynntur sem nýr leikmaður stórveldisins á morgun.