Samkvæmt greiddu útsvari var Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrum knattspyrnumaður og sérfræðingur Símans í enska boltanum í dag með rúmar 2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Er þetta unnið út frá gögnum sem Skatturinn veitir fjölmiðlum aðgang að.
Eiður Smári lét af störfum sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla undir lok árs 2021. Má ætla að hann hafi fengið einhverjar greiðslur frá Knattspyrnusambandinu á síðasta ári.
Eiður var svo þjálfari FH nokkurn hluta af árinu 2022 auk þess að starfa hjá Símanum sem sérfræðingur í enska boltanum.
Jóhannes Karl Guðjónsson tók við af Eiði Smára sem aðstoðarþjálfari landsliðsins og hann var með tæpar 900 þúsund krónur í laun á síðasta ári miðað við útsvar.
Jóhannes Karl tók við starfinu þegar líða tók á síðasta ár en áður þjálfaði hann ÍA, hann er enn í dag aðstoðarþjálfari landsliðsins.
Þorsteinn Halldórsson sem stýrði kvennalandsliðinu á Evrópumótinu á síðasta árið var með tæpa milljón á mánuði fyrir starf sitt hjá KSÍ.
Nafn – Laun:
Eiður Smári Guðjohnsen 2,045,635
Jóhannes Karl Guðjónsson 871,812
Þorsteinn Halldórsson 959,684