Manchester United og Liverpool hafa áfram áhuga á Ryan Gravenberch og fylgjast náið með stöðu mála.
Hollenski miðjumaðurinn hefur áður verið orðaður við ensku félögin. Hann kom til Bayern í fyrra frá Ajax en hefur ekki verið í stóru hlutverki.
Fabrizio Romano segir frá því að bæði United og Liverpool hafi tekið upp tólið í vikunni og beðið um að fá að vita hver staðan er með Gravenberch.
Bayern hefur sem stendur engan áhuga á að selja þennan 21 árs gamla leikmann. United og Liverpool verða þó á tánum ef eitthvað breytist.
Jurgen Klopp vinnur að því að endunýja miðsvæði sitt. Dominik Szoboszlai og Alexis Mac Allister hafa verið fengnir í sumar og þá er Wataru Endo á leiðinni frá Stuttgart.
United fékk Mason Mount á miðsvæði sitt fyrr í sumar.
Manchester United and Liverpool called again this week to be informed about Ryan Gravenberch situation 🔴🇳🇱
Understand Bayern position remains the same as of today — no intention to sell Gravenberch.
Both #MUFC and #LFC remain keen in case of last minute changes. pic.twitter.com/YV51ukkfnK
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 17, 2023