Það er ljóst að Tottenham er að skoða það að styrkja framlínu sína eftir að einn besti framherji í heimi, Harry Kane var seldur til FC Bayern.
Fjöldi framherja er orðaður við liðið og nýjasta nafnið í þeim leik er Folarin Balogun, sóknarmaður Arsenal.
Balogun skoraði 21 mark þegar hann var á láni hjá Reims í Frakklandi á síðasta ári og fjöldi liða hefur sýnt honum áhuga.
Ensk götublöð segja að Tottenham skoði þann kost að kaupa Balogun sem er 22 framherji frá Bandaríkjunum.
West Ham og Fulham hafa sýnt kauða áhuga en Arsenal er talið vilja fá nálægt 50 milljónum punda fyrir hann.