Arsenal hefur lánað Rúnar Alex Rúnarsson til Cardiff í næst efstu deild Englands. Telegraph segir frá þessu.
Rúnar Alex hefur verið á láni í Belgíu og í Tyrklandi frá því að hann kom til Arsenal.
Markvörðurinn knái fær nú reynslu innan Englands en hann á tvö ár eftir af samningi sínum við Arsenal.
Rúnar Alex hefur æft með Arsenal í sumar og fór í æfingaferð félagsins í Bandaríkjunum en heldur nú til Wales.
Rúnar er orðinn fyrsti kostur í mark íslenska landsliðsins og því er mikilvægt fyrir hann að fá leiktíma til að halda stöðu sinni í liði Age Hareide.
#Arsenal have agreed a deal for Rúnar Alex Rúnarsson to move to Cardiff on a season-long loan. More @TeleFootball #CardiffCity
— Mike McGrath (@mcgrathmike) August 17, 2023