Al-Hilal í Sádí Arabíu nálgast samkomulag við Fulham um kaup á framherjanum öfluga, Aleksandar Mitrovic.
Mitrovic hefur verið ósáttur í sumar með þá hörku sem Fulham hefur sýnt í viðræðum við Sádí Arabíu.
Nú er samkomulag að nálast og Mitrovic verður því samherji Neymar í sóknarlínu Al-Hilal, fór snillingurinn fra Brasilíu þangað í vikunni.
Mitrovic er 28 ára gamall og kemur frá Serbíu en Al-Hilal hefur að auki keypt Ruben Neves, Kalidou Koulibaly, Malcom og Sergei Milinkovic-Savic í sumar.
Félagið ætlar sér stóra hluti í ár en peningarnir í Sádí Arabíu eru gríðarlegar um þessar mundir og margir knattspyrnumenn sem vilja komast þangað.