Tottenham er í leit að framherja í stað Harry Kane sem gekk í raðir Bayern Munchen um helgina.
Kane hafði verið orðaður við Bayern í margar vikur og loks samþykkti Tottenham um 110 milljóna evra tilboð.
Kane hefur auðvitað verið besti leikmaður Tottenham undanfarin ár og þetta því mikil blóðtaka fyrir félagið.
Samkvæmt Gazzetta dello Sport hefur Tottenham hins vegar sett upp lista yfir menn sem þeir sjá sem hugsanlegan arftaka Kane áður en félagaskiptaglugganum verður lokað um mánaðarmótin.
Listinn
Romelu Lukaku (Chelsea)
Mehdi Taremi (Porto)
Folarin Balogun (Arsenal)
Gift Orban (Gent)
Dusan Vlahovic (Juventus)