Bayern Munchen hefur áhuga á að fá Stefan Ortega, markvörð Manchester City.
Bayern er í leit að markverði og reyndi félagið að fá Kepa Arrizabalaga á dögunum. Það gekk hins vegar ekki og fór leikmaðurinn þess í stað á láni frá Chelsea til Real Madrid. Leysir hann Thibaut Courtouis af hólmi þar þetta tímabilið þar sem Belginn er með slitið krossband.
Ortega er varamarkvörður Manchester City en spilar í bikarkeppnum. Pep Guardiola, stjóri City, er afar sáttur með markvörðinn og samkeppnina sem hann veitir Ederson.
Hann gæti þó verið að missa hann ef marka má nýjustu fréttir.
Samningur Ortega við City rennur út eftir tvö ár.
Ortega er þýskur og lék um árabil með Arminia Bielefeld áður en hann gekk í raðir City í fyrra.
❗️Excl. News Stefan #Ortega: He’s a new top option for FC Bayern now! Bosses have discussed him.
➡️ Talks with the player’s camp took place in the last days
➡️ Guardiola, very confident with Ortega; #MCFC considering to extend beyond 2025.Decision to join Bayern, up to… pic.twitter.com/BSElJpBiT5
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) August 14, 2023