Rennes í Frakklandi hefur fest kaup á Nemanja Matic frá Roma en hann gerir tveggja ára samning í Frakklandi.
Matic er 34 ára gamall en hann var aðeins í eitt ár hjá Roma.
Matic var ekki í stóru hlutverki hjá Jose Mourinho hjá Roma og heldur til Frakklands.
Matic hefur átt góðan feril og varð meðal annars í tvígang Englandsmeistari hjá Chelsea.
Landsliðsmaðurinn frá Serbíu reynir nú fyrir sér í Frakklandi á síðustu árum ferilsins.