Topplið Lengjudeildarinnar, Afturelding, hefur fengið til sín Ivo Braz frá Ægi sem er á botni sömu deildar.
Ivo er portúgalskur og hefur verið hvað besti leikmaður Ægis sumar. Hann er kominn með sjö mörk.
Sem fyrr segir er Afturelding á toppi Lengjudeildarinnar en hefur þó verið í smá brasi undanfarið og ekki unnið í þremur leikjum í röð.
Tilkynning Aftureldingar
Afturelding hefur fengið portúgalska leikmanninn Ivo Braz til liðs við sig frá Ægi.
Ivo er 28 ára gamall kant og miðjumaður en hann hefur skorað sjö mörk með Ægi í Lengjudeildinni í sumar og vakið athygli fyrir góða spilamennsku.
Áður en Ivo kom til Íslands í vor þá lék hann í úrvalsdeildinni í Litháen í tvö ár.
Afturelding býður Ivo hjartanlega velkominn í Mosfellsbæinn!